Skráning á póstlista

Skráðu þig á póstlistan hjá okkur og fáðu fréttir af námskeiðum og fleiru, ekki missa af neinu.

 

Smelltu hér til að skrá þig

Næstu námskeið

Sjá fleiri námskeið
Fyrirlestur
Fyrsta kynslóð farsíma kom fram fyrir nærri 40 árum. NMT kerfið var 1. kynslóðar kerfi sem byggðist á hliðrænni tækni. Önnur kynslóðin byggðist á stafrænni tækni og hefur þróun farsímans síðan hún kom á sjónarsviðið verið með ólíkindum. Farið verður yfir helstu þætti stafrænnar farsímatækni, uppskiptingu þjónustusvæða í sellur, mótunar- og kóðunartækni. Kynntar verða nýjungar í loftnetatækni sem nefndar eru MIMO (Multiple Input Multiple Output). Eiginleikar kynslóðanna verða raktir og að lokum verða vangaveltur um fimmtu kynslóðina sem kemur á sjónarsviðið á þriðja áratugnum.
1 Dagur
25.01.2017
Fagnámskeið
Á þessu námskeiði er rifjuð upp rafmagnsfræðin frá grunni og til loka rafiðnaðarnámsins. Lögð er áhersla á að þátttakendur geti reiknað öll þau verkefni sem fyrir þá eru lögð svo sem viðnámsútreikninga, spennuföll, straumdeilingu, þétta, spólur, fasvik, marktíðni, eigintíðni, afl og fasaleiðréttingar.
3 Dagar
26.01.2017
Fagnámskeið
Farið er í uppbyggingu forritanlegra stýrikerfa, virkni og samsetningu. Kennd forritun iðntölva. Þátttakendur rita ýmiss konar forrit og prófa þau.
3 Dagar
09.02.2017
Fagnámskeið
Á þessu námskeiði er fjallað um hinar ýmsu gerðir rafmótora frá jafnstraumsvélinni til riðstraumsvéla ásamt ýmsum stýringum fyrir þessa mótora. Þar má nefna mjúkræsingar, tíðnibreyta og vektorstýringar.
3 Dagar
16.02.2017
Fagnámskeið
Nýr staðall ÍST-151 kemur út nú í haust sem fjallar um fjarkiptalagnir heimilannna, þ.m.t. sjónvarp, Internet, síma o.fl. Staðallinn skilgreinir hvernig ganga skal frá lögnum, þær mældar og niðurstöður skráðar í mælingarskýrslu. Þetta er námskeið sem er ætlað rafiðnaðarmönnum sem vinna við fjarskiptalagnir í húsum. Á námskeiðinu er leitast við að skýra fyrir þátttakendum mismunandi valmöguleika sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss með strengjum (netstrengjum, coax, ljósleiðara) eða þráðlaust og kynna kosti þeirra og galla, til að gera þátttakendur færa um að vera ráðgefandi fyrir viðskiptavini sína í fjarskiptamálum. Einnig er gerð grein fyrir hönnun á dreifikerfum fyrir stærri byggingar og framkvæmdar mælingar og stillingar á búnaði fyrir slík kerfi.
3 Dagar
16.02.2017
Fagnámskeið
Farið yfir íhluti PC tölvu og þeim raðað saman í virka vél. Stýrikerfi og vinnsluferli ræsimiðla skoðað og aðlagað. Mismunandi gerðir tengibrauta og tengistaðlar skoðaðir. Boot og Batch skrár aðlagaðar að mismunandi verkefnum.
3 Dagar
20.02.2017
Fagnámskeið
Námskeið sem fjallar um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi, íhluta brunaviðvörunarkerfa ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa.
3 Dagar
23.02.2017
Fagnámskeið
Kynnt reglugerð og staðlar sem fjalla um veitukerfi, einnig tæknilegir tengiskilmálar. Fjallað um orkuflutning, álagsstrauma, spennuföll og afltöp í veitukerfum. Útskýrð myndun og áhrif yfirstrauma, bilanastrauma og snertispennu. Fjallað um hinar ýmsu varnarráðstafanir.
3 Dagar
23.02.2017
Stýritækni
Á námskeiðinu er farið yfir uppbyggingu og möguleika EIB raflagnakerfisins. Þátttakendur forrita minni kerfi og prófa.
3 Dagar
02.03.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið í gerð flæðirita við lausn stýriverkefna, færslu flæðirita í forrit. Þátttakendur gera flæðirit og forrit eftir lýsingum, slá þau inn í iðntölvu og prófa í iðntölvum tengdum hermum.
3 Dagar
02.03.2017
Fagnámskeið
Farið yfir mismunandi uppsetningar á geymslumiðlum (HD) og CD drifum. Notkun hjálparforrita og bilanagreiningu, vírusvarnir og pökkun/afpökkun gagna æfð. Tengingar jaðartækja og uppbygging þeirra skoðuð. Lokið við uppsetningu tölvu frá Tölvuþjónustu 1 með öllum vélbúnaði og Windows stýrikerfum.
3 Dagar
06.03.2017
Fagnámskeið
Á þessu námskeiði er stefnt að því að gera þátttakendur hæfa til að velja strengi og tengi fyrir mismunandi flutning á mynd og hljóðmerkjum. Flutningsgeta strengja er mjög mismunandi eftir eftir tegundum þeirra og margir staðlar eru til sem skýra hvaða tengibúnaður hentar hverju sinni.
2 Dagar
06.03.2017
Sjá fleiri námskeið