Skráning á póstlista

Skráðu þig á póstlistan hjá okkur og fáðu fréttir af námskeiðum og fleiru, ekki missa af neinu.

 

Smelltu hér til að skrá þig

Næstu námskeið

Sjá fleiri námskeið
Fagnámskeið
Kynnt reglugerð og staðlar sem fjalla um veitukerfi, einnig tæknilegir tengiskilmálar. Fjallað um orkuflutning, álagsstrauma, spennuföll og afltöp í veitukerfum. Útskýrð myndun og áhrif yfirstrauma, bilanastrauma og snertispennu. Fjallað um hinar ýmsu varnarráðstafanir.
3 Dagar
27.04.2017
Fagnámskeið
Farið var í uppbyggingu stafrænna eftirlitsmyndavélakerfa, þjöppunarstaða, upplausn myndavéla, gagnastærðir og myndflögur. Kynnt tenging við stafrænan netlægan upptökubúnað. Val og uppbygging á geymslumiðlum. Myndgreining og myndgreiningarhugbúnaður. Yfirlit og dæmi um notkun.
1 Dagur
28.04.2017
Fagnámskeið
Þátttakendur læra að þekkja muninn á rafsegulsviði, rafsviði, rafsegulöldum og jarð­geislum. Skilgreind eru áhrif rafmeng­un­ar og kenndar mælingar á rafsviði, rafsegul­sviði og útvarpsbylgj­um og fjallað um hvar upptök geislunar geta legið og aðferðir til að minnka geislun. Kynnt er fyrirbærið rafsegulóþol og helstu einkenni þess og hvaða mælieiningar gilda gagnvart slíkum vanda.
2 Dagar
28.04.2017
Fagnámskeið
Námskeið um stafræna sjónvarpsmerkið. Uppbyggingu þess, þjöppun, mótun og streymingu. Bæði er fjallað um DVB-dreifingu um loftnet og deifingu um netið með IPTV tækni. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
3 Dagar
04.05.2017
Fagnámskeið
Lýsing: Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta tengt ljósleiðara við endabúnað, reiknað út helstu töp og lagt hann þannig að hann endist. Virkni ljósleiðara , tengingar, meðferð, endabúnaður, útreikningur tapa og vegalengda. Fyrir hverja: Rafiðnaðarmenn Undirstaða: Rafiðnaðarmenn Tímalengd: 3 dagar
3 Dagar
04.05.2017
Rafmagnstækni
Námskeiðið snýst um sérhæfingu í rafmagnseftirliti í gegnum internetið. Fjallað verður um mikilvægi fyrirbyggjandi viðhalds í dreifingu og notkun rafmagns í byggingum. Tekið verður fyrir veflæga rafmagnseftirlitskerfið eTactica sem námsgagn. Nemendur læra að kunna skil á hinum ýmsu íhlutum eTactica kerfisins, eiginleikum þeirra, notkunarsviði, lögnum og samtengingu. Nemendur læra að tengja kerfið við internetið.
1 Dagur
05.05.2017
Fagnámskeið
Farið yfir grundvallaruppbyggingu , eiginleika og hlutverk einstakra íhluta kælikerfa. Þá er fjallað um mismunandi kælimiðla og mengunarhættu sem af þeim getur stafað. Farið yfir reglugerðir um kælitæki og efni sem notuð eru í kælitæki.
3 Dagar
06.05.2017
Fagnámskeið
Grunnnámskeið í tækjaforritun. Með tilkomu smátölvunar Raspberry Pi gefst hverjum sem er tækifæri á að lesa gögn af jaðartækjum með einföldum og ódýrum hætti, vinna úr þeim gögnum og framkvæma aðgerðir samkvæmt þeim skilyrðum sem forrituð eru. Sem dæmi þá getur inntakið getur verið skynjari, myndavél eða annað jaðartæki og eftir úrvinnslu gagnanna er hægt að ræsa aðrar stýringar eða birta gögnin sem unnið er úr.
3 Dagar
08.05.2017
Fagnámskeið
Lýsing: Nýr staðall ÍST-151 kemur út nú í haust sem fjallar um fjarkiptalagnir heimilannna, þ.m.t. sjónvarp, Internet, síma o.fl. Staðallinn skilgreinir hvernig ganga skal frá lögnum, þær mældar og niðurstöður skráðar í mælingarskýrslu. Þetta er námskeið sem er ætlað lagna- og kerfishönnuðum, sölumönnum á raflagnaefni og fyrir stjórnendum verka af þessu tagi. Á námskeiðinu er leitast við að skýra fyrir þátttakendum mismunandi valmöguleika sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss með strengjum (netstrengjum, coax, ljósleiðara) eða þráðlaust og kynna kosti þeirra og galla, til að gera þátttakendur færa um að vera ráðgefandi fyrir viðskiptavini sína í fjarskiptamálum. Einnig er gerð grein fyrir hönnun á dreifikerfum fyrir stærri byggingar. Á þessu námskeiði er reglur Póst-og fjarskiptastofnunar um verndun fjarskipta kynntar, farið ýtarlega í staðalinn ÍST151 og lögð áhersla á gerð lokaskýrslu fyrir vekið, samkvæmt forskrift staðalsins. Fyrir hverja: Þettta er nauðsynlegt námskeið fyrir alla lagna- og kerfishönnuði, sölumenn á raflagnaefni og fyrir stjórnendum verka af þessu tagi sem starfa við nýbygginar og endurnýjun á eldri byggingum. Án þessarar þekkingar eru þeir ekki færir um að skila af sér vekefnum samkvæmt kröfum dagsins í dag. Annað námskeið "ÍST151 - Innanhúss fjarskiptalagnir" er ætlað þeim sem eru starfandi í verklega þætti raflagnanna.
3 Dagar
08.05.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er fjallað um stöðluð analog merki og foritun þeirra. Farið í reikniaðgerðir og forritun í tvíundarorðum. Þátttakendur gera flæðirit og forrit þar sem fram koma bæði digital og analog merki og prófa í iðntölvum tengdum hermum.
3 Dagar
11.05.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið dýpra í EIB kerfið, notkun aðgerðaskjáa og forrituð flóknari verkefni.
3 Dagar
11.05.2017
Fagnámskeið
Lýsing:Fjarskiptalagnir Nýr staðall ÍST-151 kemur út nú í haust sem fjallar um fjarkiptalagnir heimilannna, þ.m.t. sjónvarp, Internet, síma o.fl. Staðallinn skilgreinir hvernig ganga skal frá lögnum, þær mældar og niðurstöður skráðar í mælingarskýrslu. Á þessu námskeiði er ÍST151 staðallinn kynntur og unnið er mælingaverkefni sem þjálfa þátttakendur í að skila af sér skýslu að loknu verki, samkvæmt forskrift staðalsins.ið fjarskiptalagnir í húsum. Á námskeiðinu er leitast við að skýra fyrir þátttakendum mismunandi valmöguleika sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss með strengjum (netstrengjum, coax, ljósleiðara) eða þráðlaust og kynna kosti þeirra og galla, til að gera þátttakendur færa um að vera ráðgefandi fyrir viðskiptavini sína í fjarskiptamálum. Einnig er gerð grein fyrir hönnun á dreifikerfum fyrir stærri byggingar og framkvæmdar mælingar og stillingar á búnaði fyrir slík kerfi.Þetta er námskeið sem er ætlað rafiðnaðarmönnum sem vinna við fjarskiptalagnir í húsum. Á námskeiðinu er leitast við að skýra fyrir þátttakendum mismunandi valmöguleika sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss með strengjum (netstrengjum, coax, ljósleiðara) eða þráðlaust og kynna kosti þeirra og galla, til að gera þátttakendur færa um að vera ráðgefandi fyrir viðskiptavini sína í fjarskiptamálum. Einnig er gerð grein fyrir hönnun á dreifikerfum fyrir stærri byggingar og framkvæmdar mælingar og stillingar á búnaði fyrir slík kerfi. Í stuttu máli er efnisinnihald námskeiðsins þetta: • Stafrænt sjónvarpsmerki, innri uppbygging. • Skjátækni, upplaus merkis fyrir mismunandi skjái og kröfur um flutningshraða. • MPEG-þjöppun og fleiri aðferðir til að komast af með minni flutningshraða fyrir merkin. • DVB-staðallinn og flutningur sjónvarpsmerkis með loftneti. • IPTV-staðallinn og flutningur sjónvarpsmerkis með strengjum. • Ljósleiðarakerfi (FTTH og FTTC). • Samanburður á DVB- og IPTV-kerfum, kostir og gallar. • ÍST-151 - Staðall um fjarskiptakerfi í íbúðarhúsnæði. Hönnun og lagning kerfa fyrir sjónvarp, Internet og síma. • Mælingaverkefni og skýrslugerð samkvæmt staðlinum ÍST-151. • Hönnun á dreifikerfi fyrir stærri byggingar. Verkefni í stillingu á höfuðstöð. • Uppsetning á IPTV-margmiðlunarkerfi fyrir heimili. Fyrir hverja: Nauðsynlegt námskeið fyrir alla rafiðnaðarmenn sem starfa við nýbygginar og endurnýjun á eldri byggingum. Án þessarar þekkingar eru þeir ekki færir um að skila af sér vekefnum samkvæmt kröfum dagsins í dag. Þetta er námskeið er ætlað þeim sem eru starfandi í verklega þætti raflagnanna. Annað styttra námskeið „ÍST151 - Hönnun innanhúss fjarskiptakerfa“ er ætlað fyrir t.d. hönnuði, sölumenn og rafverktaka sem þurfa að þekkja staðalinn vel, en starfa ekki sjálfir í verklegu framkvæmdunum. Tímalengd: 3 dagar
3 Dagar
11.05.2017
Sjá fleiri námskeið