Skráning á póstlista

Skráðu þig á póstlistan hjá okkur og fáðu fréttir af námskeiðum og fleiru, ekki missa af neinu.

 

Smelltu hér til að skrá þig

Næstu námskeið

Sjá fleiri námskeið
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið í hugbúnað sem gerir kleift að nota PC tölvuna sem eftirlits og stjórnstöð við iðnstýringar. Þátttakendur gera skjámyndir sem sýna feril vélastýringa á myndrænan hátt og tengja saman iðnstýringu og PC tölvu.
3 Dagar
30.03.2017
Fagnámskeið
Kynnt reglugerð og staðlar sem fjalla um veitukerfi, einnig tæknilegir tengiskilmálar. Fjallað um orkuflutning, álagsstrauma, spennuföll og afltöp í veitukerfum. Útskýrð myndun og áhrif yfirstrauma, bilanastrauma og snertispennu. Fjallað um hinar ýmsu varnarráðstafanir.
3 Dagar
30.03.2017
Fagnámskeið
Lýsing: Á námskeiðinu er farið í Reglugerð um raforkuvirki og staðalinn IST-200 vegna úttekta verka og þær mælingar sem gera þarf vegna lokaúttektar rafverktaka. Fyrir hverja: Rafverktaka og starfsmenn þeirra. Undirstaða: Reynsla við fullnaðarfrágang raflagna. Lengd: 1/2 dagur
1 Dagur
31.03.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið yfir uppbyggingu og virkni PIC Örgjörvarása, forritun, og tengingu þeirra. Þátttakendur fá þjálfun í að leysa misflókin stýriverkefni forrita, þau og prófa.
3 Dagar
03.04.2017
Fagnámskeið
Farið er yfir helstu atriði byggingarreglugerðar er snerta störf rafiðnaðarmanna og lagnaleiðir í mannvirkjum. Farið er yfir uppbyggingu innra öryggsstjórnunarkerfis rafverktaka, farið yfir helstu þætti við úttektir og mælingar og þær mælingar framkvæmdar sem nauðsynlegar eru. Farið er í undirstöðuatriði í lýsingartækni og almenn hugtök sem við kemur lýsingarfræðum. Einnig er farið í lýsingarhönnun þar sem nemendur kynnanst lýsingarhönnunarforritinu Dialux.
3 Dagar
06.04.2017
Fagnámskeið
Fjallað er um helstu hættur af rafmagni, áhrif rafmagns á mannslíkamann, ljósbogahættur, örugg vinnubrögð og persónuhlífar.
1 Dagur
06.04.2017
Rafmagnstækni
Námskeiðið snýst um sérhæfingu í rafmagnseftirliti í gegnum internetið. Fjallað verður um mikilvægi fyrirbyggjandi viðhalds í dreifingu og notkun rafmagns í byggingum. Tekið verður fyrir veflæga rafmagnseftirlitskerfið eTactica sem námsgagn. Nemendur læra að kunna skil á hinum ýmsu íhlutum eTactica kerfisins, eiginleikum þeirra, notkunarsviði, lögnum og samtengingu. Nemendur læra að tengja kerfið við internetið.
1 Dagur
06.04.2017
Fagnámskeið
Farið yfir ákvæði gildandi reglugerða varðandi vinnu við raforkuvirki og túlkun þeirra. Sérstaklega er farið í gildandi verklagsreglur Mannvirkjastofnunar, þar sem orðsending 1/84, VRL 1 og VRL 2 vega þungt, ásamt viðeigandi ákvæðum í ÍST 170. Farið er yfir hvernig staðið er að uppbyggingu og afnámi öryggisráðstafana og vinnu við rekstrareiningu í raforkukerfinu í samræmi við framangreind skjöl. Jafnframt er farið yfir ábyrgðir, framkvæmd og samræmd vinnubrögð við rof og undirbúning vinnu við kerfishluta eða rekstrareiningar í raforkukerfum.
1 Dagur
07.04.2017
Fagnámskeið
Þátttakendur læra að þekkja muninn á rafsegulsviði, rafsviði, rafsegulöldum og jarð­geislum. Skilgreind eru áhrif rafmeng­un­ar og kenndar mælingar á rafsviði, rafsegul­sviði og útvarpsbylgj­um og fjallað um hvar upptök geislunar geta legið og aðferðir til að minnka geislun. Kynnt er fyrirbærið rafsegulóþol og helstu einkenni þess og hvaða mælieiningar gilda gagnvart slíkum vanda.
2 Dagar
07.04.2017
Fagnámskeið
Verðlagning útseldrar vinnu, tækja, vöru og þjónustu. Á námskeiðinu er: * kennt að reikna verð á útseldri vinnu, tækjum vöru og þjónustu út frá eigin kostnaðarforsendum. * sýnt hvernig hægt er að bera saman arðsemi mismunandi verka og framleiðslu. * kynnt hvernig hægt er verðleggja sjálfstæða vörusölu. Námskeiðið er 5 klukkustundir og það fylgir forritið TAXTI og fl. gögn til áframhaldandi nota.
1 Dagur
10.04.2017
Fagnámskeið
Lýsing:Fjarskiptalagnir Nýr staðall ÍST-151 kemur út nú í haust sem fjallar um fjarkiptalagnir heimilannna, þ.m.t. sjónvarp, Internet, síma o.fl. Staðallinn skilgreinir hvernig ganga skal frá lögnum, þær mældar og niðurstöður skráðar í mælingarskýrslu. Á þessu námskeiði er ÍST151 staðallinn kynntur og unnið er mælingaverkefni sem þjálfa þátttakendur í að skila af sér skýslu að loknu verki, samkvæmt forskrift staðalsins.ið fjarskiptalagnir í húsum. Á námskeiðinu er leitast við að skýra fyrir þátttakendum mismunandi valmöguleika sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss með strengjum (netstrengjum, coax, ljósleiðara) eða þráðlaust og kynna kosti þeirra og galla, til að gera þátttakendur færa um að vera ráðgefandi fyrir viðskiptavini sína í fjarskiptamálum. Einnig er gerð grein fyrir hönnun á dreifikerfum fyrir stærri byggingar og framkvæmdar mælingar og stillingar á búnaði fyrir slík kerfi.Þetta er námskeið sem er ætlað rafiðnaðarmönnum sem vinna við fjarskiptalagnir í húsum. Á námskeiðinu er leitast við að skýra fyrir þátttakendum mismunandi valmöguleika sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss með strengjum (netstrengjum, coax, ljósleiðara) eða þráðlaust og kynna kosti þeirra og galla, til að gera þátttakendur færa um að vera ráðgefandi fyrir viðskiptavini sína í fjarskiptamálum. Einnig er gerð grein fyrir hönnun á dreifikerfum fyrir stærri byggingar og framkvæmdar mælingar og stillingar á búnaði fyrir slík kerfi. Í stuttu máli er efnisinnihald námskeiðsins þetta: • Stafrænt sjónvarpsmerki, innri uppbygging. • Skjátækni, upplaus merkis fyrir mismunandi skjái og kröfur um flutningshraða. • MPEG-þjöppun og fleiri aðferðir til að komast af með minni flutningshraða fyrir merkin. • DVB-staðallinn og flutningur sjónvarpsmerkis með loftneti. • IPTV-staðallinn og flutningur sjónvarpsmerkis með strengjum. • Ljósleiðarakerfi (FTTH og FTTC). • Samanburður á DVB- og IPTV-kerfum, kostir og gallar. • ÍST-151 - Staðall um fjarskiptakerfi í íbúðarhúsnæði. Hönnun og lagning kerfa fyrir sjónvarp, Internet og síma. • Mælingaverkefni og skýrslugerð samkvæmt staðlinum ÍST-151. • Hönnun á dreifikerfi fyrir stærri byggingar. Verkefni í stillingu á höfuðstöð. • Uppsetning á IPTV-margmiðlunarkerfi fyrir heimili. Fyrir hverja: Nauðsynlegt námskeið fyrir alla rafiðnaðarmenn sem starfa við nýbygginar og endurnýjun á eldri byggingum. Án þessarar þekkingar eru þeir ekki færir um að skila af sér vekefnum samkvæmt kröfum dagsins í dag. Þetta er námskeið er ætlað þeim sem eru starfandi í verklega þætti raflagnanna. Annað styttra námskeið „ÍST151 - Hönnun innanhúss fjarskiptakerfa“ er ætlað fyrir t.d. hönnuði, sölumenn og rafverktaka sem þurfa að þekkja staðalinn vel, en starfa ekki sjálfir í verklegu framkvæmdunum. Tímalengd: 3 dagar
3 Dagar
21.04.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið yfir helstu íhluti loftstýrikerfa, virkni þeirra og teiknitákn. Þátttakendur hanna, tengja og prófa loftstýrikerfi.
2 Dagar
22.04.2017
Sjá fleiri námskeið