Skráning á póstlista

Skráðu þig á póstlistan hjá okkur og fáðu fréttir af námskeiðum og fleiru, ekki missa af neinu.

 

Smelltu hér til að skrá þig

Næstu námskeið

Sjá fleiri námskeið
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið yfir gerð og virkni ljósleiðara og helstu atriði er varða meðhöndlun, tengingu og lagningu hans. Fjallað er um helstu staðla, mæliaðferðir og útreikning á ljósleiðaralögnum. Þátttakendur tengja og ganga frá ljósleiðara í þar til gerðan búnað.
3 Dagar
22.03.2018
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið í ákvæðisverðskrá rafiðna, útboðsreglur og verkáætlanir. Nemendur vinna verkefni sem innihalda vinnu- og efnisáætlanir og tilboðsgerð.
3 Dagar
22.03.2018
Fagnámskeið
-Farið er yfir helstu atriði byggingarreglugerðar er snertir störf rafiðnaðarmanna og lagnaleiðir í mannvirkjum og atriði sem ber að varast vegna hefðbundinna starfa rafiðnaðarmanna í byggingum. -Farið er yfir helstu atriðiði reglugerðar um raforkuvirki, tvær helstu kerfisgerðir lágspennukerfisgerðirnar, gildi sjónskoðana og prófana, uppbyggingu innra öryggsstjórnunarkerfis rafverktaka, farið yfir helstu þætti við úttektir og mælingar, hvers vegna mælingar og hvaða mæligildi. -Mælagildi metin og útfylling skýrslu um neysluveitu
3 Dagar
22.03.2018
Fagnámskeið
Farið er í uppbyggingu og notkunarmöguleika mælitækja í rafeindatækni. Þátttakendur gera ýmsar mælingar með fjölsviðsmælum og sveiflusjá og vinna verkefni með sveifluvökum (generatorum), tíðniteljurum og stafrænum sveiflusjám
3 Dagar
26.03.2018
Fagnámskeið
Fjallað er um helstu hættur af rafmagni, áhrif rafmagns á mannslíkamann, ljósbogahættur, örugg vinnubrögð og persónuhlífar.
1 Dagur
04.04.2018
Fagnámskeið
Farið er í uppbyggingu á skynjurum. Þátttakendur tengja og prófa virkni þeirra.
1 Dagur
04.04.2018
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið dýpra í EIB kerfið, notkun aðgerðaskjáa og forrituð flóknari verkefni.
3 Dagar
05.04.2018
Fagnámskeið
Farið yfir grundvallaruppbyggingu , eiginleika og hlutverk einstakra íhluta kælikerfa. Þá er fjallað um mismunandi kælimiðla og mengunarhættu sem af þeim getur stafað. Farið yfir reglugerðir um kælitæki og efni sem notuð eru í kælitæki.
3 Dagar
06.04.2018
Fagnámskeið
Farið yfir helstu internet þjónustur svo sem, DHCP, DNS. Þjónustur settar upp og prófaðar. Skoðuð helstu atriði við tengingu Windows véla á neti. Vinnustöðvar settar í MS Windows domain og farið í hverju það breytir og hvað það gerir kerfinu. Farið yfir helstur reglur við uppsetningu notenda. Farið yfir afritatöku og öryggismál servera.
3 Dagar
09.04.2018
Fagnámskeið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist grunnþekkingu í stafrænni fjarskiptatækni og þá sérstaklega varðandi mynd- og hljóðmerki fyrir stafrænt sjónvarp og kunni skil á mismunandi stafrænum stöðlum sem í notkun eru. Þátttakendur læra að mæla stafræn merki og lesa upplýsingar um gæði merkisins út frá niðurstöðum mælinganna. Fjallað er um upplausn myndmerkis og hvernig flutningshraði merkisins er háður upplausn þess. Gerður er samanburður á myndsendingu um loftnet og með IPTV tækni.
3 Dagar
09.04.2018
Fagnámskeið
Lærðu að höndla LED Með tilkomu nýrrar ljóstækni og LED á markaðinn virðist enginn talar lengur um Wött heldur lúmen og val á litarhitastigi virðist jafn flókið og að velja týpu af osti í franskri ostabúð. Er skilgreining á ljósi orðin allt önnur í dag heldur hún var í tíð glóperu og annarra hefðbundinna ljósgjafa?
1 Dagur
10.04.2018
Fagnámskeið
Námskeiðið fjallar um brunaþéttingar með lögnum milli brunahólfa. Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem vilja sækja um starfsleyfi vegna brunaþéttinga samkvæmt rgl. nr. 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna.
1 Dagur
11.04.2018
Sjá fleiri námskeið