Fyrirlestrar

 

Undanfarna vetur hefur Rafiðnaðarskólinn staðið fyrir mánaðarlegum fyrirlestrum um áhugaverð málefni fyrir rafiðnaðarmenn. Fundirnir eru haldnir síðasta miðvikudagskvöld í hverjum mánuði milli klukkan 20:00 og 22:00. Boðið er upp á veitingar í kaffihlé.

Fundarefni þessara funda er oftast ákveðið með litlum fyrirvara og því einungis hægt að auglýsa það hér á heimasíðu skólans og með netpósti. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig á póstlista skólans hér á forsíðunni til að þeir fái sendar tilkynningar um þessi fyrirlestrarkvöld. Þessir fundir eru tilvaldir fyrir alla þá sem hafa áhuga á að fylgjast með og vilja geta tekið þátt í umræðunni um það sem er að gerast í tækninni, án þess að eyða miklum tíma í að kafa djúpt í málin. Þetta er einnig góður vettvangur til að hitta stéttarfélagana og ræða málin. Athugið að óskað er eftir að þátttakendur tilkynni þátttöku sýna fyrir fram hér á síðunni eða í síma Rafiðnaðarskólans:  568-5010.