Námskeið

Fagnámskeið
Kynnt reglugerð og staðlar sem fjalla um veitukerfi, einnig tæknilegir tengiskilmálar. Fjallað um orkuflutning, álagsstrauma, spennuföll og afltöp í veitukerfum. Útskýrð myndun og áhrif yfirstrauma, bilanastrauma og snertispennu. Fjallað um hinar ýmsu varnarráðstafanir.
3 Dagar
28.09.2017
Fagnámskeið
Farið yfir íhluti PC tölvu og þeim raðað saman í virka vél. Stýrikerfi og vinnsluferli ræsimiðla skoðað og aðlagað. Mismunandi gerðir tengibrauta og tengistaðlar skoðaðir. Boot og Batch skrár aðlagaðar að mismunandi verkefnum.
3 Dagar
02.10.2017
Fagnámskeið
Takmörkun háværðar (e. Loudness) í fjöl- og margmiðlun #R128 #LUFS #Loudness
1 Dagur
03.10.2017
Fagnámskeið
Námskeið um „háværð“ (e. Loudness) í fjöl- og margmiðlun #R128 #LUFS #Loudness
1 Dagur
04.10.2017
Fagnámskeið
Farið er í uppbyggingu forritanlegra stýrikerfa, virkni og samsetningu. Kennd forritun iðntölva. Þátttakendur rita ýmiss konar forrit og prófa þau.
3 Dagar
05.10.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið yfir gerð og virkni ljósleiðara og helstu atriði er varða meðhöndlun, tengingu og lagningu hans. Fjallað er um helstu staðla, mæliaðferðir og útreikning á ljósleiðaralögnum. Þátttakendur tengja og ganga frá ljósleiðara í þar til gerðan búnað.
3 Dagar
05.10.2017
Fagnámskeið
Námskeið um „háværð“ (e. Loudness) í fjöl- og margmiðlun #R128 #LUFS #Loudness
1 Dagur
05.10.2017
Fagnámskeið
Farið var í uppbyggingu stafrænna eftirlitsmyndavélakerfa, þjöppunarstaða, upplausn myndavéla, gagnastærðir og myndflögur. Kynnt tenging við stafrænan netlægan upptökubúnað. Val og uppbygging á geymslumiðlum. Myndgreining og myndgreiningarhugbúnaður. Yfirlit og dæmi um notkun.
1 Dagur
06.10.2017
Fagnámskeið
Námskeið um „háværð“ (e. Loudness) í fjöl- og margmiðlun #R128 #LUFS #Loudness
1 Dagur
06.10.2017
Fagnámskeið
"Loudness" vinnustofa í samstarfi við RÚV ohf. #R128 #LUFS #Loudness
1 Dagur
07.10.2017
Fagnámskeið
Nýr staðall ÍST-151 kom út 15.desember 2016 sem fjallar um fjarkiptalagnir heimilannna, þ.m.t. sjónvarp, Internet, síma o.fl. Staðallinn skilgreinir hvernig ganga skal frá lögnum, þær mældar og niðurstöður skráðar í mælingarskýrslu. Þetta er námskeið sem er ætlað rafiðnaðarmönnum sem vinna við fjarskiptalagnir í húsum. Á námskeiðinu er leitast við að skýra fyrir þátttakendum mismunandi valmöguleika sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss með strengjum (netstrengjum, coax, ljósleiðara) eða þráðlaust og kynna kosti þeirra og galla, til að gera þátttakendur færa um að vera ráðgefandi fyrir viðskiptavini sína í fjarskiptamálum. Einnig er gerð grein fyrir hönnun á dreifikerfum fyrir stærri byggingar og framkvæmdar mælingar og stillingar á búnaði fyrir slík kerfi.
3 Dagar
09.10.2017
Fagnámskeið
Skýra og vekja athygli á ástæðum fyrir jarðtengingum fjarskiptalagnakerfa. Tekin fyrir atriði s.s. jarðtengikerfi, spennujöfnun, bilanastraumar, TN-S og TN-C kerfi, gæði raforku, truflanir, rafsegulsamhæfi, kröfur til fjarskiptalagnakerfa, öryggi og frágangur á verkstað
1 Dagur
11.10.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið í ákvæðisverðskrá rafiðna, útboðsreglur og verkáætlanir. Nemendur vinna verkefni sem innihalda vinnu- og efnisáætlanir og tilboðsgerð.
3 Dagar
12.10.2017
Fagnámskeið
Fjallað er um helstu hættur af rafmagni, áhrif rafmagns á mannslíkamann, ljósbogahættur, örugg vinnubrögð og persónuhlífar.
1 Dagur
12.10.2017
Fagnámskeið
Farið var í uppbyggingu stafrænna eftirlitsmyndavélakerfa, þjöppunarstaða, upplausn myndavéla, gagnastærðir og myndflögur. Kynnt tenging við stafrænan netlægan upptökubúnað. Val og uppbygging á geymslumiðlum. Myndgreining og myndgreiningarhugbúnaður. Yfirlit og dæmi um notkun.
1 Dagur
13.10.2017
Fagnámskeið
Farið yfir mismunandi uppsetningar á geymslumiðlum (HD) og CD drifum. Notkun hjálparforrita og bilanagreiningu, vírusvarnir og pökkun/afpökkun gagna æfð. Tengingar jaðartækja og uppbygging þeirra skoðuð. Lokið við uppsetningu tölvu frá Tölvuþjónustu 1 með öllum vélbúnaði og Windows stýrikerfum.
3 Dagar
16.10.2017
Fagnámskeið
Námskeið sem fjallar um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi, íhluta brunaviðvörunarkerfa ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa.
3 Dagar
19.10.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið yfir gerð og virkni ljósleiðara og helstu atriði er varða meðhöndlun, tengingu og lagningu hans. Fjallað er um helstu staðla, mæliaðferðir og útreikning á ljósleiðaralögnum. Þátttakendur tengja og ganga frá ljósleiðara í þar til gerðan búnað.
3 Dagar
19.10.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið í gerð flæðirita við lausn stýriverkefna, færslu flæðirita í forrit. Þátttakendur gera flæðirit og forrit eftir lýsingum, slá þau inn í iðntölvu og prófa í iðntölvum tengdum hermum.
3 Dagar
19.10.2017
Fagnámskeið
Á þessu námskeiði er farið í hönnun, frágang lagna, tengingar, mælingar og atriði fyrir lokaúttektir kerfa. Námskeiðið skiptist í fræðilegan og verklegan hluta, þar sem mikil áhersla er lögð á praktíska þætti.
3 Dagar
23.10.2017
Stýritækni
Námskeið sem ætlað er að kynna þáttakendum möguleika hússtjórnarkerfis með ýmsum búnaði sem samþykktur er af KNX samtökunum. Farið er í forritun á búnaði og tengingar.
3 Dagar
26.10.2017
Fagnámskeið
Kynnt reglugerð og staðlar sem fjalla um veitukerfi, einnig tæknilegir tengiskilmálar. Fjallað um orkuflutning, álagsstrauma, spennuföll og afltöp í veitukerfum. Útskýrð myndun og áhrif yfirstrauma, bilanastrauma og snertispennu. Fjallað um hinar ýmsu varnarráðstafanir.
3 Dagar
26.10.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið yfir helstu íhluti loftstýrikerfa, virkni þeirra og teiknitákn. Þátttakendur hanna, tengja og prófa loftstýrikerfi.
2 Dagar
28.10.2017
Fagnámskeið
Farið er yfir helstu atriði byggingarreglugerðar er snerta störf rafiðnaðarmanna og lagnaleiðir í mannvirkjum. Farið er yfir uppbyggingu innra öryggsstjórnunarkerfis rafverktaka, farið yfir helstu þætti við úttektir og mælingar og þær mælingar framkvæmdar sem nauðsynlegar eru. Farið er í undirstöðuatriði í lýsingartækni og almenn hugtök sem við kemur lýsingarfræðum. Einnig er farið í lýsingarhönnun þar sem nemendur kynnanst lýsingarhönnunarforritinu Dialux.
3 Dagar
02.11.2017
Fagnámskeið
Farið yfir ákvæði gildandi reglugerða varðandi vinnu við raforkuvirki og túlkun þeirra. Sérstaklega er farið í gildandi verklagsreglur Mannvirkjastofnunar, þar sem orðsending 1/84, VRL 1 og VRL 2 vega þungt, ásamt viðeigandi ákvæðum í ÍST 170. Farið er yfir hvernig staðið er að uppbyggingu og afnámi öryggisráðstafana og vinnu við rekstrareiningu í raforkukerfinu í samræmi við framangreind skjöl. Jafnframt er farið yfir ábyrgðir, framkvæmd og samræmd vinnubrögð við rof og undirbúning vinnu við kerfishluta eða rekstrareiningar í raforkukerfum.
1 Dagur
03.11.2017
Fagnámskeið
Farið er í uppbyggingu og notkunarmöguleika mælitækja í rafeindatækni. Þátttakendur gera ýmsar mælingar með fjölsviðsmælum og sveiflusjá og vinna verkefni með sveifluvökum (generatorum), tíðniteljurum og stafrænum sveiflusjám
3 Dagar
06.11.2017
Fagnámskeið
OSI Modelið kynnt og farið nokkuð ítarlega í fyrstu 4 lögin í því. Íhlutir tölva og flæði gagna, netspjöld og ísetning þeirra. Gert grein fyrir kapalgerðum staðarneta. Grunnhönnun og skjölun netkerfa. Tegundir IP-vistfanga, frátekin vistföng, netnúmer og port. Samskipti á milli neta,sjálfvirk úthlutun ip-talna.
3 Dagar
06.11.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er fjallað um stöðluð analog merki og foritun þeirra. Farið í reikniaðgerðir og forritun í tvíundarorðum. Þátttakendur gera flæðirit og forrit þar sem fram koma bæði digital og analog merki og prófa í iðntölvum tengdum hermum.
3 Dagar
09.11.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið í gerð flæðirita við lausn stýriverkefna, færslu flæðirita í forrit. Þátttakendur gera flæðirit og forrit eftir lýsingum, slá þau inn í iðntölvu og prófa í iðntölvum tengdum hermum.
3 Dagar
09.11.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið dýpra í EIB kerfið, notkun aðgerðaskjáa og forrituð flóknari verkefni.
3 Dagar
09.11.2017
Tölvunámskeið
Á þessu námskeiði er farið yfir grunnatriði í Excel.
3 Dagar
13.11.2017
Fagnámskeið
Lýsing: Nýr staðall ÍST-151 kemur út nú í haust sem fjallar um fjarkiptalagnir heimilannna, þ.m.t. sjónvarp, Internet, síma o.fl. Staðallinn skilgreinir hvernig ganga skal frá lögnum, þær mældar og niðurstöður skráðar í mælingarskýrslu. Þetta er námskeið sem er ætlað lagna- og kerfishönnuðum, sölumönnum á raflagnaefni og fyrir stjórnendum verka af þessu tagi. Á námskeiðinu er leitast við að skýra fyrir þátttakendum mismunandi valmöguleika sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss með strengjum (netstrengjum, coax, ljósleiðara) eða þráðlaust og kynna kosti þeirra og galla, til að gera þátttakendur færa um að vera ráðgefandi fyrir viðskiptavini sína í fjarskiptamálum. Einnig er gerð grein fyrir hönnun á dreifikerfum fyrir stærri byggingar. Á þessu námskeiði er reglur Póst-og fjarskiptastofnunar um verndun fjarskipta kynntar, farið ýtarlega í staðalinn ÍST151 og lögð áhersla á gerð lokaskýrslu fyrir vekið, samkvæmt forskrift staðalsins. Fyrir hverja: Þettta er nauðsynlegt námskeið fyrir alla lagna- og kerfishönnuði, sölumenn á raflagnaefni og fyrir stjórnendum verka af þessu tagi sem starfa við nýbygginar og endurnýjun á eldri byggingum. Án þessarar þekkingar eru þeir ekki færir um að skila af sér vekefnum samkvæmt kröfum dagsins í dag. Annað námskeið "ÍST151 - Innanhúss fjarskiptalagnir" er ætlað þeim sem eru starfandi í verklega þætti raflagnanna.
3 Dagar
13.11.2017
Fagnámskeið
Á þessu námskeiði er fjallað um hinar ýmsu gerðir rafmótora frá jafnstraumsvélinni til riðstraumsvéla ásamt ýmsum stýringum fyrir þessa mótora. Þar má nefna mjúkræsingar, tíðnibreyta og vektorstýringar.
3 Dagar
16.11.2017
Fagnámskeið
Þátttakendur læra að þekkja muninn á rafsegulsviði, rafsviði, rafsegulöldum og jarð­geislum. Skilgreind eru áhrif rafmeng­un­ar og kenndar mælingar á rafsviði, rafsegul­sviði og útvarpsbylgj­um og fjallað um hvar upptök geislunar geta legið og aðferðir til að minnka geislun. Kynnt er fyrirbærið rafsegulóþol og helstu einkenni þess og hvaða mælieiningar gilda gagnvart slíkum vanda.
2 Dagar
17.11.2017
Fagnámskeið
Farið yfir helstu internet þjónustur svo sem, DHCP, DNS. Þjónustur settar upp og prófaðar. Skoðuð helstu atriði við tengingu Windows véla á neti. Vinnustöðvar settar í MS Windows domain og farið í hverju það breytir og hvað það gerir kerfinu. Farið yfir helstur reglur við uppsetningu notenda. Farið yfir afritatöku og öryggismál servera.
3 Dagar
20.11.2017
Fagnámskeið
Námskeiðið fjallar um brunaþéttingar með lögnum milli brunahólfa. Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem vilja sækja um starfsleyfi vegna brunaþéttinga samkvæmt rgl. nr. 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna.
1 Dagur
22.11.2017
Ýmis námskeið
Skyndihjálp Rafiðnaðarskólinn býður í samvinnu við Rauða krossinn á Íslandi upp á þetta námskeið í skyndihjálp. Tímalengd námskeiðsins er 1/2 dagur. Lýsing: Fjögur skref skyndihjálpar · Tryggja öryggi á vettvangi · Meta ástand slasaðra eða sjúkra · Sækja hjálp · Veita skyndihjálp Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð · Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun · Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun) · Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja) · Aðskotahlutur í öndunarvegi Skyndihjálp og áverkar · Innvortis- og útvortis blæðingar · Bruni og brunasár, hér er sérstaklega farið í rafmagnsbruna. · Áverkar á höfði, hálsi eða baki Skyndihjálp og bráð veikindi · Brjóstverkur · Bráðaofnæmi · Heilablóðfall · Flog · Sykursýki · Öndunarerfiðleikar Sálrænn stuðningur · Streita í neyðartilfellum · Tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp · Sálrænn stuðningur Leiðbeinandi: Guðjón S. Magnússon
1 Dagur
23.11.2017
Fagnámskeið
Farið yfir grundvallaruppbyggingu , eiginleika og hlutverk einstakra íhluta kælikerfa. Þá er fjallað um mismunandi kælimiðla og mengunarhættu sem af þeim getur stafað. Farið yfir reglugerðir um kælitæki og efni sem notuð eru í kælitæki.
3 Dagar
24.11.2017
Fagnámskeið
Farið yfir skoðunarferli og gerðir neysluveitna, hvað þarf að skoða, hvaða mælingar þarf að gera og hvernig fylla á út viðeigandi eyðublöð. Þátttakendur leysa skrifleg verkefni og gera viðeigandi mælingar.
1 Dagur
24.11.2017
Fagnámskeið
Bóklegt og verklegt námskeið um móttöku á sjónvarpsmerki frá gervihnetti og dreifingu á því í innanhúskerfum. Skilyrði fyrir þátttöku er að hafa lokið námskeiðinu Loftnetskerfi.
3 Dagar
27.11.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið yfir uppbyggingu og virkni PIC Örgjörvarása, forritun, og tengingu þeirra. Þátttakendur fá þjálfun í að leysa misflókin stýriverkefni forrita, þau og prófa.
3 Dagar
27.11.2017
Fagnámskeið
Kynnt reglugerð og staðlar sem fjalla um veitukerfi, einnig tæknilegir tengiskilmálar. Fjallað um orkuflutning, álagsstrauma, spennuföll og afltöp í veitukerfum. Útskýrð myndun og áhrif yfirstrauma, bilanastrauma og snertispennu. Fjallað um hinar ýmsu varnarráðstafanir.
3 Dagar
30.11.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið í hugbúnað sem gerir kleift að nota PC tölvuna sem eftirlits og stjórnstöð við iðnstýringar. Þátttakendur gera skjámyndir sem sýna feril vélastýringa á myndrænan hátt og tengja saman iðnstýringu og PC tölvu.
3 Dagar
07.12.2017
Fagnámskeið
Námskeið sem fjallar um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi, íhluta brunaviðvörunarkerfa ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa.
3 Dagar
07.12.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er fjallað um stöðluð analog merki og foritun þeirra. Farið í reikniaðgerðir og forritun í tvíundarorðum. Þátttakendur gera flæðirit og forrit þar sem fram koma bæði digital og analog merki og prófa í iðntölvum tengdum hermum.
3 Dagar
14.12.2017
Fagnámskeið
Á námskeiðinu forrituðu þátttakendur Allen Bradley iðntölvu, unnu ýmis stýriverkefni og prófuðu.
Fagnámskeið
Námskeið sem fjallar um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi, íhluta brunaviðvörunarkerfa ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa.
Fagnámskeið
Lýsing: Nemendur læra að kunna skil á hinum ýmsu íhlutum brunaviðvörunarkerfa, eiginleikum þeirra, notkunarsviði, lögnum og samtengingu. Reglur Mannvirkjastofnunar um brunaviðvörunarkerfi við uppsetningu og viðhald brunaviðvörunarkerfa verða kynntar þannig að nemendur geti notað þær. Á námskeiðinu er fjallað um öryggis- og brunafræði, reglur um brunaviðvörunarkerfi, íhluti brunaviðvörunarkerfa ásamt uppsetningu og viðhaldi slíkra kerfa. Námskeiðið endar með prófi sem veitir þeim er það standast heimild til að setja upp og sjá um viðhald á rásaskiptum brunaviðvörunarkerfum.
Fagnámskeið
Lýsing: Rafvirkjameistarar bera ábyrgð á brunaþéttingum með lögnum sem þeir leggja milli brunahólfa í byggingum. Nemendur læra að kunna skil á brunahólfun mannvirkja, hinum ýmsu gerðum brunaþéttinga, eiginleikum þeirra og notkunarsviði. Leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar um brunaþéttingar verða kynntar. Á námskeiðinu er fjallað um hvar og hversvegna brunaþéttingar eru settar og hvaða efni má nota í þær. Fyrir hverja: Fyrir rafvirkjameistara til að sjá um brunaþéttingar með sínum lögnum. Undirstaða: Rafiðnaðarnám eða sambærileg þekking. Tímalengd: 1/2 dagur
Fagnámskeið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist grunnþekkingu í stafrænni fjarskiptatækni og þá sérstaklega varðandi mynd- og hljóðmerki fyrir stafrænt sjónvarp og kunni skil á mismunandi stafrænum stöðlum sem í notkun eru. Þátttakendur læra að mæla stafræn merki og lesa upplýsingar um gæði merkisins út frá niðurstöðum mælinganna. Fjallað er um upplausn myndmerkis og hvernig flutningshraði merkisins er háður upplausn þess. Gerður er samanburður á myndsendingu um loftnet og með IPTV tækni.
Fagnámskeið
Lýsing:Fjarskiptalagnir Nýr staðall ÍST-151 kemur út nú í haust sem fjallar um fjarkiptalagnir heimilannna, þ.m.t. sjónvarp, Internet, síma o.fl. Staðallinn skilgreinir hvernig ganga skal frá lögnum, þær mældar og niðurstöður skráðar í mælingarskýrslu. Á þessu námskeiði er ÍST151 staðallinn kynntur og unnið er mælingaverkefni sem þjálfa þátttakendur í að skila af sér skýslu að loknu verki, samkvæmt forskrift staðalsins.ið fjarskiptalagnir í húsum. Á námskeiðinu er leitast við að skýra fyrir þátttakendum mismunandi valmöguleika sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss með strengjum (netstrengjum, coax, ljósleiðara) eða þráðlaust og kynna kosti þeirra og galla, til að gera þátttakendur færa um að vera ráðgefandi fyrir viðskiptavini sína í fjarskiptamálum. Einnig er gerð grein fyrir hönnun á dreifikerfum fyrir stærri byggingar og framkvæmdar mælingar og stillingar á búnaði fyrir slík kerfi.Þetta er námskeið sem er ætlað rafiðnaðarmönnum sem vinna við fjarskiptalagnir í húsum. Á námskeiðinu er leitast við að skýra fyrir þátttakendum mismunandi valmöguleika sem í boði eru varðandi fjarskiptaflutning innanhúss með strengjum (netstrengjum, coax, ljósleiðara) eða þráðlaust og kynna kosti þeirra og galla, til að gera þátttakendur færa um að vera ráðgefandi fyrir viðskiptavini sína í fjarskiptamálum. Einnig er gerð grein fyrir hönnun á dreifikerfum fyrir stærri byggingar og framkvæmdar mælingar og stillingar á búnaði fyrir slík kerfi. Í stuttu máli er efnisinnihald námskeiðsins þetta: • Stafrænt sjónvarpsmerki, innri uppbygging. • Skjátækni, upplaus merkis fyrir mismunandi skjái og kröfur um flutningshraða. • MPEG-þjöppun og fleiri aðferðir til að komast af með minni flutningshraða fyrir merkin. • DVB-staðallinn og flutningur sjónvarpsmerkis með loftneti. • IPTV-staðallinn og flutningur sjónvarpsmerkis með strengjum. • Ljósleiðarakerfi (FTTH og FTTC). • Samanburður á DVB- og IPTV-kerfum, kostir og gallar. • ÍST-151 - Staðall um fjarskiptakerfi í íbúðarhúsnæði. Hönnun og lagning kerfa fyrir sjónvarp, Internet og síma. • Mælingaverkefni og skýrslugerð samkvæmt staðlinum ÍST-151. • Hönnun á dreifikerfi fyrir stærri byggingar. Verkefni í stillingu á höfuðstöð. • Uppsetning á IPTV-margmiðlunarkerfi fyrir heimili. Fyrir hverja: Nauðsynlegt námskeið fyrir alla rafiðnaðarmenn sem starfa við nýbygginar og endurnýjun á eldri byggingum. Án þessarar þekkingar eru þeir ekki færir um að skila af sér vekefnum samkvæmt kröfum dagsins í dag. Þetta er námskeið er ætlað þeim sem eru starfandi í verklega þætti raflagnanna. Annað styttra námskeið „ÍST151 - Hönnun innanhúss fjarskiptakerfa“ er ætlað fyrir t.d. hönnuði, sölumenn og rafverktaka sem þurfa að þekkja staðalinn vel, en starfa ekki sjálfir í verklegu framkvæmdunum. Tímalengd: 3 dagar
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið yfir uppbyggingu og virkni EASY iðnstýrivélarinnar, forritun, og tengingu hennar. Þátttakendur fá þjálfun í að leysa misflókin stýriverkefni forrita þau og prófa.
Fagnámskeið
Háskerpusjónvarp (HDTV) Á námskeiðinu er fjallað um mismunandi tegundir flatskjá (Plasma, LCD, LED), tæknilegan mun þeirra og kosti og galla hverrar tegundar. Kynntir eru staðlar háskerputækninnar og farið yfir helstu bilanaþætti tækjanna. Einnig er fjallað um núverandi framboð efnis í háskerpu og skoðuð framtíðarsýn í þessari tækni.
Ýmis námskeið
Grunn námskeið í hljóðtækni þar sem farið verður yfir helstu grunnþætti hljóðtækninnar. Svo sem uppbyggingu hljóð og upptökukerfa, helstu hugtök, hljóðflæði (signal flow), samspil uppmögnunar og rýmis, skynjun og heyrn.
Fagnámskeið
Námskeið á ensku í AudioVisual tækni til undirbúnings fyrir Certified Technology Specialist (CTS) gráðu InfoComm. Farið er yfir þarfagreiningu vegna mynd og hljóðkerfa, úttekt, rekstur og skráningu og greiningu bilana, samskipti við netkerfi o.fl. Kennari á námskeiðinu er reyndur fyrirlesari sem kemur frá InfoComm í Bandaríkjunum A Certified Technology Specialist (CTS) performs general technology solution tasks by creating, operating, and servicing AV solutions as well as conducting AV management activities that provide for the best audiovisual resolutions of the client's needs, both on time and within budget.
Fagnámskeið
Á námskeiðinu er farið er yfir grundvallaratriði IP-fjarskipta, fjarskiptareglur (protocols), fjarskiptalíkön og einstök lög þeirra, Ethernet, MPLS, TCP/IP og UDP/IP. Jafnframt er fjallað um kóðun mynd- og hljóðefnis og farið yfir grunnatriði MP3 og MPEG þjöppunaraðferða.
Tölvunámskeið
Uppsetningar á Linux stýrikerfi í gluggaumhverfi sem einkerfa og fjölkerfa með öðru stýrikerfi. Uppbygging skráarkerfis skoðuð og skipanir prófaðar í Terminal. Kynning á VirtualBox og Gparted forritunum. Umsýslu og fylgiforrit sótt, sett upp og prófuð. Gengið frá uppsetningu á Firefox netvafra með Flash og Java. Farið í grunnstillingar á OpenOffice.org hugbúnaðarpakkanum o.fl.
Fagnámskeið
Lýsing: Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að geta tengt ljósleiðara við endabúnað, reiknað út helstu töp og lagt hann þannig að hann endist. Virkni ljósleiðara , tengingar, meðferð, endabúnaður, útreikningur tapa og vegalengda. Fyrir hverja: Rafiðnaðarmenn Undirstaða: Rafiðnaðarmenn Tímalengd: 3 dagar
Fagnámskeið
Farið yfir íhluti loftnetskerfa, eiginleika þeirra og gerðir útreikningar á loftnetskerfum. Þátttakendur hanna og tengja loftnetskerfi og gera á þeim viðeigandi mælingar.
Fyrirlestur
Ný kynslóð ljósgjafa: Hver er framtíðar ljósgjafinn? Síðustu 10 ár hefur lýsingarheimurinn séð meiri breytingar í ljóstækni heldur er öll 60 árin þar á undan og við stefnum hratt áfram í þróun á ljósgjöfum. En hvaða ljósgjafa höfum við í höndunum í dag og í hvað stefnir? Verður orðatiltækið; „Að kveikja á perunni“ brátt eitthvað sem tengir okkur við fortíðina líkt og videótæki og vasadiskó? Er LED komið til að vera eða tekur OLED við af LED?
Fagnámskeið
Rafiðnaðarskólinn, Olís og Exide bjóða til námskeiðs í varaaflkerfum með rafgeymum. Kennari er Michael Kristensen frá Danmörku og hann kennir námskeiðið á ensku.
Fagnámskeið
Á þessu námskeiði er rifjuð upp rafmagnsfræðin frá grunni og til loka rafiðnaðarnámsins. Lögð er áhersla á að þátttakendur geti reiknað öll þau verkefni sem fyrir þá eru lögð svo sem viðnámsútreikninga, spennuföll, straumdeilingu, þétta, spólur, fasvik, marktíðni, eigintíðni, afl og fasaleiðréttingar.
Fagnámskeið
Fjallað er um helstu hættur af rafmagni, áhrif rafmagns á mannslíkamann, ljósbogahættur, örugg vinnubrögð og persónuhlífar.
Fagnámskeið
Þátttakendur læra að þekkja muninn á rafsegulsviði, rafsviði, rafsegulöldum og jarð­geislum. Skilgreind eru áhrif rafmeng­un­ar og kenndar mælingar á rafsviði, rafsegul­sviði og útvarpsbylgj­um og fjallað um hvar upptök geislunar geta legið og aðferðir til að minnka geislun. Kynnt er fyrirbærið rafsegulóþol og helstu einkenni þess og hvaða mælieiningar gilda gagnvart slíkum vanda.
Fagnámskeið
Grunnnámskeið í tækjaforritun. Með tilkomu smátölvunar Raspberry Pi gefst hverjum sem er tækifæri á að lesa gögn af jaðartækjum með einföldum og ódýrum hætti, vinna úr þeim gögnum og framkvæma aðgerðir samkvæmt þeim skilyrðum sem forrituð eru. Sem dæmi þá getur inntakið getur verið skynjari, myndavél eða annað jaðartæki og eftir úrvinnslu gagnanna er hægt að ræsa aðrar stýringar eða birta gögnin sem unnið er úr.
Fagnámskeið
Farið er í uppbyggingu á skynjurum. Þátttakendur tengja og prófa virkni þeirra.
Fagnámskeið
Á þessu námskeiði er farið í hönnun, frágang lagna, tengingar, mælingar og atriði fyrir lokaúttektir kerfa. Námskeiðið skiptist í fræðilegan og verklegan hluta, þar sem mikil áhersla er lögð á praktíska þætti.
Fagnámskeið
Farið yfir skoðunarferli og gerðir neysluveitna, hvað þarf að skoða, hvaða mælingar þarf að gera og hvernig fylla á út viðeigandi eyðublöð.
Fagnámskeið
Lýsing: Á námskeiðinu er farið í Reglugerð um raforkuvirki og staðalinn IST-200 vegna úttekta verka og þær mælingar sem gera þarf vegna lokaúttektar rafverktaka. Fyrir hverja: Rafverktaka og starfsmenn þeirra. Undirstaða: Reynsla við fullnaðarfrágang raflagna. Lengd: 1/2 dagur
Rafmagnstækni
Námskeiðið snýst um sérhæfingu í rafmagnseftirliti í gegnum internetið. Fjallað verður um mikilvægi fyrirbyggjandi viðhalds í dreifingu og notkun rafmagns í byggingum. Tekið verður fyrir veflæga rafmagnseftirlitskerfið eTactica sem námsgagn. Nemendur læra að kunna skil á hinum ýmsu íhlutum eTactica kerfisins, eiginleikum þeirra, notkunarsviði, lögnum og samtengingu. Nemendur læra að tengja kerfið við internetið.
Fagnámskeið
Fjallað er um íhluti öryggiskerfa ásamt yfirliti yfir notkun og möguleika innbrotaviðvörunar og myndavélakerfa. Einnig er farið í boðyfirfærslu til vaktstöðva ásamt innihaldi helstu staðla sem tilheyra öryggiskerfum.