Einn á ferð í dagskrágerð

 

Á þessu námskeiði verður farið í gegnum hvernig hægt er að vinna efni fyrir sjónvarp eða vefmiðla á einfaldan máta og  fyrir lægra verð en gerist og gengur.  Ef það verður að segja söguna þá þarf kostnaður ekki endilega að hefta vinnslu efnisins.  Eggert Gunnarsson er þaulvanur þáttagerðarmaður og hefur unnið til verðlauna fyrir efni sitt.  Hann mun sýna dæmi og fara í gegnum þau atriði sem þarf að hafa í huga til að efnið sé á útsendingarhæfu formi og á háum gæða staðli.

Í lok námskeiðsins verður þátttakendum  gefinn kostur á að vinna 4 til 5 mínútna löng verkefni að eigin vali  Verkefnin verða unninn af þátttakendum sem munu mynda efni af eigin vali.  Þessi verkefni verða síðar klippt og hljóðunnin.  Að lokum verða þau sýnd og talað um hvernig árangurinn hefur verið.