Iðntölvur PLC 1

Lýsing: 
Þátttakendur kynnast grundvallaruppbyggingu iðntölvustýringa og læra að forrita einföld stýriforrit. 

Á námskeiðinu er farið yfir uppbyggingu og virkni iðntölvunnar, tengingu hennar og frágang. Fjallað er um minnisgerðir og vinnslumáta. Farið er yfir helstu skipanir og virkni þeirra. Þátttakendur gera forrit slá þau inn í iðntölvu og prófa.  

Kennari : Sigurður Strange 

Fyrir hverja: 
Þá sem vilja kynnast iðntölvum og notkun þeirra.  

   
Undirstaða: 
Rafiðnaðarnám eða sambærileg kunnátta í stýringum. 
   

Framhald:  Iðnstýringar PLC 2


Tímalengd:   3 dagar 

Dagsetning Kennslutími
20.09.2018 - 22.09.2018 08:30-18:00 Skráning