IP myndavélakerfi (eftirlitsmyndavélar)

Lýsing:
Nemendur fá góða yfirsýn yfir möguleika netlægra öryggismyndavéla, tengingu þeirra og stillingar. Gott yfirlit fyrir tæknimenn.

Farið verður í uppbyggingu stafrænna öryggiseftirlitsmyndavélakerfa. Þjöppunarstaðlar Mjpeg, Mpeg, H264, kostir og gallar. Upplausn myndavéla og gagnastærðir. Myndstraumar. Myndflögur CCD-CMOS. Tenging ræsing og stillingar myndavéla (vaktflötur, upplausn og sjónhorn), opnun porta á beinum fyrir myndavélar. Myndstraumar yfir internet. Tenging við stafrænan netlægan upptökubúnað (NVR). Val á skoðunarhugbúnaði. Val og uppbygging á geymslumiðlum. Myndgreining og myndgreiningarhugbúnaður. Yfirlit og dæmi um notkun. Dæmi um virk kerfi og stillingu þeirra.

 

Fyrir hverja:
Námið er hugsað fyrir rafiðnaðarmenn sem grunnám vegna starfa við uppsetningar og viðhaldsstörf tengdum myndavélakerfum. Einnig er námið góður grunnur fyrir þá sem sinna öryggisráðgjöf og sölustörfum gagnvart myndavélaeftirlitskerfum.

 

Undirstaða:
Rafiðnaðarnám eða sambærileg þekking og/eða grunnþekkingu í virkni Tcp/IP netkerfa.

 

Tímalengd:   12 Kennslustundir

Dagsetning Kennslutími
07.12.2018 08:30-18:00 Skráning