Loudness námskeið (EUB-128)

Um efni námskeiðsins

Dagsnámskeið um Loudness staðalinn, styrkmælingu og vinnuferlið sem þessu tengist í fjöl- og margmiðlun.

Enska orðið Loudness er oftast notað til að lýsa upplifum fólks af hávaða. Þessi upplifun fer oft ekki saman við mælingar á hljóðstyrk þar sem við mannfólkið erum oft mun næmari fyrir meðaltalshljóðstyrk en hæsta mælda hljóðstyrk sem gæti hafa staðið yfir í mjög stuttan tíma.

Margar aðferðir hafa verið þróaðar til þess að uppgefin gildi hljóðstyrks séu í samræmi við upplifun fólks.  R 128 Loudness staðallinn hefur nú fest sig í sessi í Evrópu og eru mörg lönd búin að setja skilyrði fyrir því að allt efni sem framleitt er fyrir fjölmiðla fylgi þeim staðli. 

Nú um nokkurt skeið hefur verið unnið að því að staðallinn verði einnig tekinn upp hér á landi og margir fjölmiðlar farnir að setja það sem skilyrði fyrir viðtöku á nýju efni. Líkur eru á að mælst verði til þess á landsvísu að svo verði gert áður en langt er um liðið.

Rafiðnaðarskólinn í samstarfi við Félag tæknifólks í Rafiðnaði, Félag kvikmyndgerðarfólks, RÚV og Exton efnir nú til námskeiða til að flýta fyrir samræmdum vinnubrögðum í vinnslu og útsendingu efnis á ljósvakamiðlunum.

Fyrirlesari námskeiðsins er Florian Camerer frá ORF í Austurríki.  Florian er formaður fagnefndar EBU sem bjó til R-128 staðalinn og heldur námskeið um „Loudness“ og „Surround“ mál vítt og breytt um Evrópu.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem aðkomu hafa að efnisvinnslu fyrir ljósvakamiðlana sem og aðra miðlun.  Allt frá þeim sem taka upp eða eftirvinna tónlist, auglýsingar, sjónvarpsþætti eða myndir til þeirra sem sjá um undirbúning fyrir útgáfu og miðlun hverskonar og þeirra sem bera ábyrgð á útsendingunni sjálfri.  Hljóðmenn, klipparar og eftirvinnslufólk, útsendingarstjórar o.fl. í auglýsinga, tónlistar, sjónvarps, útvarps og kvikmyndageiranum.

Tilvitnun í umfjöllun EBU um loudness mál

“The change of the levelling paradigm from peak normalization to loudness normalization

It cannot be emphasized enough that loudness metering and loudness normalization signify a true audio levelling revolution. This change is vital because of the problem which has become a major source of irritation for television and radio audiences around the world; that of the jump in audio levels at the breaks in programs, between programs and between channels.

The loudness-levelling paradigm affects all stages of an audio broadcast signal, from production to distribution and transmission. Thus, the ultimate goal is to harmonize average audio loudness levels to achieve an equal universal loudness level for the benefit of the listener.”

https://tech.ebu.ch/loudness 

Um leiðbeinandann, Florian Camerer:

Florian Camerer joined the Austrian Broadcasting Corporation (ORF) in 1990. In 1995 he became a staff-sound-engineer („Tonmeister“) mainly in the field of production sound and post-production. In 1993 Camerer started to get interested in Multichannel Audio. He mixed the first program of ORF in Dolby Surround („Arctic Northeast“) and is since then involved in all aspects of Multichannel Audio at ORF. Since autumn 2008 Camerer chairs the EBU group PLOUD, successfully introducing loudness normalization instead of peak levelling in Europe. He is lecturing on an international basis especially in dramaturgical aspects of surround sound productions, microphones for surround sound and all aspects of loudness in production, distribution and transmission. Camerer is an active member of the AES (Audio Engineering Society), being broadcast chair for numerous European Conventions.

 

Dagsetning Kennslutími
04.10.2017 09:00-16:00 Skráning
05.10.2017 09:00-16:00 Skráning
06.10.2017 09:00-09:00 Skráning