"Loudness" vinnustofa samstarf við RÚV

Í samstarfi við RÚV bjóðum við upp á vinnustofu fyrir hljóðmenn sem vinna í hljóðvinnslu efnis fyrir ljósvakamiðlana. 

Raunverulegar aðstæður skoðaðar, mismunandi aðferðafræði rædd og prófuð, notkun mæla og uppsetning vinnuumhverfis á mixer rýnd. Florian Camerer kennari Loudness námskeiðsins í Rafiðnaðarskólanum vinnur með þátttakendum þar sem vinnulag, uppsetning mixers, mælingar og margt fleira verður prófað og rýnt. 

Upptökur og hljóðblöndun frá þátttakendum og/eða fleirum skoðuð með hliðsjón af R-128.

Vinnustofan verður í Stúdíó 12 hjá RÚV í Efstaleiti.  Stúdíó 12 er nýuppfært með nýjum Lawo MC2 56 Mixer og innbyggðum RTW loudness mæli.  ProTools upptökukerfi er á staðnum fyrir fjölrásaupptökur.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Skilyrði fyrir þátttöku er að viðkomandi hafi setið námskeið um Loudness R-128 í Rafiðnaðarskólanum.

Nánari upplýsingar veitir Jakob ( jakob@raf.is )

Dagsetning Kennslutími
07.10.2017 10:00-18:00 Skráning