Rafmagnsfræði meistaraskóla

 

Lýsing:
Nemendur kynnast hinum ýmsu heitum, reglum og reikniaðferðum sem notaðar eru við útreikninga á verkefnum í rafmagnsfræði. Á þessu námskeiði er rifjuð upp rafmagnsfræðin frá grunni og til loka rafiðnaðarnámsins. Lögð er áhersla á að þátttakendur geti reiknað öll þau verkefni sem fyrir þá eru lögð svo sem viðnámsútreikninga, spennuföll, straumdeilingu, þétta, spólur, fasvik, marktíðni, eigintíðni, afl og fasaleiðréttingar.

Kennari : Hafliði Páll Guðjónsson

Fyrir hverja:
Þá sem vilja rifja upp eða bæta við sig þekkingu í rafmagnsfræði. Þetta námskeið er einnig undanfari fyrir námskeiðið Reglugerðir og rafdreifikerfi 1.

 

Undirstaða:    Rafiðnaðarnám eða sambærileg þekking.

 

Framhald:  Reglugerðir og rafdreifikerfi 1

 

Lengd:   3 dagar

 

Dagsetning Kennslutími
30.08.2018 - 01.09.2018 13:00-18:00 (coursesScheduleDaysShort1535760000 08:30-18:00) Skráning