Tölvufagteikning

Lýsing:

Kennt er á forritið SmartDraw sem er teikniforrit sem er sérstaklega einfalt í notkun. Það hentar fyrir fagteikningar, jafnt sem til þessa að búa til eyðublöð, skipulagsteikningar eða fyrir auglýsingar og kynningarblöð. Forritið er hægt að kaupa og niðurhala á Internetinu (smartdraw.com) og er ódýrt miðað við önnu sambærileg forrit. Hægt er að búa til gagnabanka yfir tákn sem auðveldar teiknivinnuna. Forritið er með innibyggðan hugbúnað sem gerir auðvelt að senda teikningar á Internetinu og að færa teikningar inn í skýrslur sem gerðar eru í Microsoft Office.
 

Námskeiðið er byggt upp með teikniverkefnum sem þátttakendur leysa:

  1. Þátttakandinn býr til teikniform í mismunandi stærðum (A4, A3, A2).
  2. Grunnatriði í teikningu.
  3. Fagteikningar.
  4. Kerfismyndir: Raflagnir, einlínuteikningar, netkerfi, loftnetskerfi, símakerfi o.fl.
  5. Notkun táknabanka – Gerð nýrra tákna.
  6. Teikningar geymdar og sendar um Internnetið.
  7. Gerð skipurita.
  8. Gerð kynningargagna.Fyrir hverja:  
Alla sem þurfa að skila af sér snyrtilegum gögnum, teikningum eða skýrslum.

 

Tímalengd:  3 dagar