Háværð í fjölmiðlun (e. Loudness)

Í byrjun október bíður Rafiðnaðarskólinn upp á fræðslu um háværð (e. Loudness ) í fjölmiðlun og innleiðingu vinnulags og mæliaðferða byggða á R128 staðli EBU.

Sumir fjölmiðlar á Íslandi eru farnir að gera kröfu um að allt efni sem þeim berst fari eftir þessum staðli og líkur eru á að formleg innleiðing á landsvísu hefjist innan skamms.  Það er því mikilvægt að allir þeir sem að vinnslu og dreifingu efnis sem inniheldur hljóð hvort sem það er fyrir ljósvakamiðlana eða á netinu kunni skil á helstu forsendum háværðar í fjölmiðlun.

Hádegisfyrirlestur

3. október verður hádegisfyrirlestur þar sem helstu hugtök eru skýrð og rædd án þess að farið sé í tæknilegu hlið mála.  

Skráning er hér

Námskeið

4., 5. og 6. október verður sama einsdags námskeiðið keyrt þrisvar sinnum svo allir sem vinna að vinnslu, útsendingu og annari dreifingu efnis hafi tækifæri á að taka þátt.

Skráning er hér

Vinnustofa í samstarfi við RÚV

7. október verður svo "workshop" í samstarfi við RÚV haldin í Stúdíó 12 hjá RÚV í Efstaleiti. Þar gefst þeim sem hljóðblanda efni fyrir dreifingu til fjölmiðla kostur á að prófa, ræða og skoða nánar þau verkfæri sem rætt hefur verið um á námskeiðinu dagana á undan.

Skráning er hér