Starfsfólk og stjórn hafa eftirfarandi gildi í huga  í öllum störfum sem viðkoma starfseminni.

Við leitumst við að vera framsækið fyrirtæki með því að fylgjast með og tileinka okkur nýjungar á sviði raf- og  tæknigreina. Við erum í fararbroddi við miðlun þekkingar og erum óhrædd við að sýna frumkvæði og áræðni í störfum. Hámarksárangri náum við með skýrum markmiðum og með því að sinna vel eigin starfsþróun. Við vinnum markvisst að því að efla tengsl, kynna starfsemina og vinna að samstarfi við aðila sem búa að sérþekkingu á okkar sviði.

Við störfum af fagmennsku með vel menntuðu og upplýstu starfsfólki. Við temjum okkur vandvirkni og störfum  eftir skýrum ferlum og skipulagi. Við leggjum einnig áherslu á virkt upplýsingaflæði milli starfsfólks og til viðskiptavina. Viðskiptavinir geta treyst vönduðum vinnubrögðum, heiðarleika og þjónustulund.

Við leggjum áherslu á samvinnu með traust og heiðarleika að leiðarljósi. Við náum árangri með því að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars, góðum og jákvæðum samskiptum og virkri hlustun. Við vinnum saman að lausn verkefna með því að sýna umburðarlyndi og veita hvatningu.