Fyrsta kynslóð farsíma kom fram fyrir nærri 40 árum. NMT kerfið var 1. kynslóðar kerfi sem byggðist á hliðrænni tækni. Önnur kynslóðin byggðist á stafrænni tækni og hefur þróun farsímans síðan hún kom á sjónarsviðið verið með ólíkindum. Farið verður yfir helstu þætti stafrænnar farsímatækni, uppskiptingu þjónustusvæða í sellur, mótunar- og kóðunartækni. Kynntar verða nýjungar í loftnetatækni sem nefndar eru MIMO (Multiple Input Multiple Output). Eiginleikar kynslóðanna verða raktir og að lokum verða vangaveltur um fimmtu kynslóðina sem kemur á sjónarsviðið á þriðja áratugnum. 


Fyrirlesari:  Sæmundur Þorsteinsson verkfræðingur frá Háskóla Íslands.

Fundartími:  Miðvikudagur 25.janúar 2017 kl.20:00 - 22:00.

Fundarstaður:    Rafiðnaðarskólinn – Stórhöfða 27 – 1.hæð